Alltaf eru mér að berast sögur frá félögum okkar sem ekki geta tjáð sig opinberlega en fylgjast með okkur og vilja deila með okkur sínum reynslu sögum og styðja þannig við bakið á okkur í baráttunni.
Eftir að köllum hann „Kalla“ hafði ásamt félögum sínum reynt af veikum mætti að ná að koma í veg fyrir stuðnings- yfirlýsingu verkalýðsfélagins á staðnum við kvótakerfið fór „Kalli“ sem búið hafði í plássinu síðan hann mundi eftir sér til síns heima.
Litlu seinna um kvöldið byrjaði grjótinu að rigna yfir heimili hans og hófust síðan stanslausar ofsóknir á hann og fjölskyldu hans í plássinu og endaði hann með að flytja með fjölskyldu sína úr bænum.
Kalli býr núna erlendis en vill ekki láta nafns síns getið vegna skyldmenna hérna á landi sem eiga hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. Við eigum skyldum að gegna gagnvart mönnum eins og „Kalla“ og allra hans collega í ofbeldi því sem ég hef verið að gera skil hérna á blogginu.
Afnám kvótakerfisins sem engu hefur skilað íslensku þjóðfelagi í 30 ár öðru en töpuðum útflutnigsverðmætufurm er frum skilyrði þessa að sjómenn, fiskvinnslu fólk og allir landsmenn nái rétti sínum gegn ofurafli kvótagreifanna.