Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

Hvers vegna mun Sóknarmark með allan fisk á markað skila okkur aukinni velferð?

Í „sóknarmarki með allan fisk á markað“ fær þjóðin aukinn fisk því við ætlum ekki að láta segja okkur lengur að það taki meira en 30 ár að rækta upp 5 til 10 ára gamlann fisk. (Búin að tapa 2500 milljörðum á töpuðum útflutningi síðustu 30 ár vegna aðgerða líú).

Þegar við erum að fiska segjum bara 50% meiri fisk en við gerum í dag og tökum fast gjald af hverju kg á markað verður til sjóður sem tekur allan kostnað af veiðum og vinnslu og skilar á hverju ári auknum tekjum í sameiginlegann sjóð sem Samfylkingin fær ekki að koma nálægt. Því meira sem við veiðum því meiri tekjur til þjóðarinnar.

Skipum verður fjölgað (25 togurum og öðru eins af bátum ? til að byrja með) og verður leyfum fyrir þau úthlutað til alls óskyldra aðila (raun nýliðun) sem bjóða í veiðileyfin og verða að skila þeim fari þeir á hausinn.

Með þessum aukna skipafjölda, frelsi til handfæraveiða og allan fisk á markað munu íbúar í sjávarbyggðum hringinn í kringum landið geta haslað sér aftur völl í sjávarútvegi og keppt við stórútgerðirnar um fiskinn og markaðina. Þetta mun eins og fyrir kvótann skapa stór aukið flæði fjár um hendur fólks og fyrirtækja í sjávarútvegi og í hliðargreinum sem mun ekki eingöngu skila sér í hærra útsvari og sköttum heldur líka í lækkaðri skattaprósentu sem mun auka umsvif enn meira í þjóðfélaginu.

Við þennan aukna útflutning mun gengið hækka og kaupmáttur aukast enn frekar í öllu landinu líka hjá lífeyrisþegum. Allt mun þetta leggjast á eitt að stór auka velferð á Íslandi.

Facebook Umsagnir
Updated: 24. mars, 2015 — 13:53

The Author

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson er togaraskiptstjóri til margra ára og er hokinn af margra ára veiðireynslu bæði hér heima og erlendis. Einnig er hann yfirlýstur óvinur kvótakerfisins og rær að því öllum árum að því verði hent og komið upp fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem yrði öllum til hagsbóta.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015