Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

Voru / eru kvótalánin FJÁRDRÁTTUR???

Mig langar að spyrja ykkur öll hvort þið hafið aldrei hugleitt hvernig útgerðin gat dregið sér nánast ótakmarkað fé út úr sjávarútvegsfyrirtækjunum langt umfram „eigiðfé“ fyrirtækjanna? Er ekki glæpsamlegt að draga sér úr fyrirtækjum langt umfram eigiðfé?

Nú er vitað að með því að halda úthlutunum aflaheimilda niðri þrátt fyrir góðæri í hafinu og  hátt verð á mörkuðunum var langt frá því afkoma útgerðarinnar gæfi tilefni til slíkrar óðaskuldsetningar eins og raun varð á. Svo menn í greininni með samþykki fyrst ríkissbankanna og síðan eftir einkavæðinguna með samþykki nýju bankanna? Hvernig gat þetta gerst að bankarnir tækju þátt í því að taka óveiddan fisk sem samkvæmt lögum er skýr eign þjóðarinnar og samkvæmt fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða óheimilt að selja eða veðsetja?

Nú efuðust menn um þessar athafnir á árunum 1993 til 1995 en öll umræða var barin niður með mikilli grimmd. Gerði þessi grimmd og þöggun með ofbeldi þetta háttarlag löglegt? Væri ekki tilefni til að skoða þetta versta tímabil í efnahags sögu landsins. Hvernig geta menn sem skipulögðu þetta sitið á friðarstóli á meðan þjóðin hangir á barmi gjaldþrots og fær eingu breytt.

Nei þetta var/er ekkert annað en fjárdráttur sem stór skaðaði þjóðfélagið og eyðilegaði fjárhag landsins. Þetta var gert bæði til að auðgast, efla EINOKUNARSTÖÐU útgerðarinnar og ná hreðjartökum á stjórn landsins. Hreðjartökum sem komu í veg fyrir að fyrningarleiðin næði fram að ganga. Hreðjartökum sem færði útgerðinni allan hagnaðinn af 50% gengisfellingu eftir hrunið.

Facebook Umsagnir
Updated: 25. mars, 2015 — 11:04

The Author

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson er togaraskiptstjóri til margra ára og er hokinn af margra ára veiðireynslu bæði hér heima og erlendis. Einnig er hann yfirlýstur óvinur kvótakerfisins og rær að því öllum árum að því verði hent og komið upp fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem yrði öllum til hagsbóta.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015