Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

Við skulum kalla hann „Jóa“… nýleg saga úr sjávarútvegi.

Eins og ég hef sagt ykkur eru oft fjörugar umræður um sjávarútveg í lokuðum hóp á facebook sem heitir sóknarhópurinn.(komið þangað og hlustið og takið þátt).

Í gær var mikið rætt um fáránlegar ráðleggingar Hafró og brottkastið sem er alltaf og verður alltaf fylgifiskur kvótakerfisins.  Núna fékk ég þessa sögu frá starfandi sjómanni.

Það er gott að láta þetta koma í ljós ég er búinn að vera á ýmsum togurum. Eitt sinn vorum við á útleið þá er beðið um að klæða pokann það var kastað og hífð 10 til 15 Tonn.

Kemur þá hæðst ráðandi niður og skipar að henda öllu undir 70cm!!!!

Ekki einu sinni að segja okkur að hér sé ekki brottkast eins og allstaðar þar sem kvótakerfi er notað við stjórn fiskveiða. Hér þarf tafarlaust að afnema kvótakerfið til að við getum byrjað að veiða fiskinn okkar. Við höfum tapað 2500 milljörðum í töpuðum útflutningi útaf kvótum og brottkasti.

Byltum kerfinu og breytum í SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ.

Facebook Umsagnir
Updated: 30. mars, 2015 — 18:43

The Author

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson er togaraskiptstjóri til margra ára og er hokinn af margra ára veiðireynslu bæði hér heima og erlendis. Einnig er hann yfirlýstur óvinur kvótakerfisins og rær að því öllum árum að því verði hent og komið upp fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem yrði öllum til hagsbóta.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015