Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

ERTU FYLJGANDI ÁFRAMHALDANDI KVÓTAKERFI VIÐ STJÓRN FISKVEIÐA?

Við sjáum greinilega og gleðilega hreifingu á skoðunum fólks til stjórnmálanna og stuðningi við ný framboð. Munum eitt þegar við ákveðum að ljá einhverju stjórnmálaafli/stjórnmálamanni stuðing okkar. Þá eignumst við VÖLD!

Já við eignumst völd til að krefjast þess að hlustað sé á okkar skoðanir og tekið sé tillit til þeirra en ekki farið í gömlu hagsmunagæsluna enn og aftur.

Munum að LÍÚ plantar sínu fólki t.d. i öll pólitísk samtök og reynir að sveigja og yfirgnæva umræðuna um sjávarútveg sér í vil. Þið munið þekkja þá á óendanlegum röksemdum um ágæti kvótans og allt sem hann kvótinn hefur gert fyrir sjávarútveg og íslensku þjóðina. Enginn má falla í þá grifju að trúa þessum rökum LÍÚ mannanna því þetta er allt helber tilbúningur sem settur hefur verið saman til að færa kvótagreifunum EINOKUN á veiðum og vinnslu.

Munið að ef þið viljið finna heiðarlegt framboð og/eða heiðarlega frambjóðendur spyrjið þá einnar spurningar og krefjist skýrra svara.

ERTU FYLJGANDI ÁFRAM HALDANDI KVÓTAKERFI VIÐ STJÓRN FISKVEIÐA?

Ef svarið er JÁ ert þú á röngum stað.

Komið til okkar í lokaðann hóp á facebook sóknarhópinn og taktu þátt í að byggja nýtt Ísland á grunni heilbrigðs sjávarútvegs með SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ.

Facebook Umsagnir
Updated: 24. mars, 2015 — 08:20

The Author

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson er togaraskiptstjóri til margra ára og er hokinn af margra ára veiðireynslu bæði hér heima og erlendis. Einnig er hann yfirlýstur óvinur kvótakerfisins og rær að því öllum árum að því verði hent og komið upp fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem yrði öllum til hagsbóta.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015