Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

Braskað með sameignina

Ég var aðeins að grúska í gömlum tímaritum og það er úr miklu að moða varðandi afleiðingarnar af kvótakerfinu. Þessi forystugrein er lýsandi dæmi um kvernig LÍÚ flokkarnir voru að eyða sjáfarplássunum hringin kringum landið.


Forystugrein Alþýðublaðsins  fimmtudaginn  9. janúar 1997:

Kaup Samherja á frystitogaranum Guðbjörgu frá ísafirði er í samræmi við það sem hefur verið að gerast undanfarin ár undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Kvótinn heldur áfram að safnast á fáar hendur. Nokkur stór útgerðarfyrirtæki eflast enn og stækka en hin minni eiga sífellt meira í vök að verjast. Þótt aflaheimildir uppá milljarða króna færist milli fyrirtækja er því enn haldið fram að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar.

I Alþýðublaðinu í dag segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður: að aflakvótinn sé settur í hendur örfárra einstaklinga. Þessi kvóti byggi á aflareynslu sem sköpuð hafi verið af hundruðum sjómanna og landverkafólks. Fólkið sem skóp þessa aflareynslu sem er grundvöllur kvótans hafi hins vegar engin áhrif á ráðstöfun hans.

alþyðubladidÞetta er sú staðreynd sem blasir við fólki í sjávarplássum út um land allt. Það getur hvaða dag sem er vaknað upp við það að búið sé að selja helsta atvinnutæki staðarins í annan landshluta. Og það er ekki bara togari sem er seldur, heldur allar þær afiaheimildir sem hann hefur og eru oft undirstaða atvinnulífs á staðnum. Þar með er búið að selja hlut fólksins í þeim sjávarafla sem því hefur verið úthlutað, en það fær bara ekkert í sinni hlut af sölunni. Það hefur verið búið svo um hnútana að aflakvótar upp á milljarða og aftur milljarða færast milli útgerðarfyrirtækja án þess að aðrir hafi þar nokkuð um að segja nema hinir svokölluðu eigendur fyrirtækjanna. Þeir hafa fullt frelsi til að selja kvóta eða leigja hvenær sem þeim sýnist, burtséð frá þjóðareign á fiskimiðunum.

Það er því ekki að undra þótt þeim fari sífellt fjölgandi sem vilja að handhafar aflaheimilda greiði nokkurn skatt fyrir afnot af þeirri auðlind sem þeim hefur verið afhent ókeypis. Kvóti hefur hækkað geysilega í verði síðustu ár og þar með hefur eignamyndum stóru útgerðarfyrirtækjanna vaxið gríðarlega. Þar er vélað með stærri upphæðir og meiri hagsmuni en almenningur gerir sér grein fyrir. En þrátt fyrir þessa miklu eignamyndun vegna verðhækkunar kvóta mega forystumenn Sjálfstæðisflokks og útvegsmannaklíkan sem þar ræður ríkjum ekki heyra minnst á veiðileyfagjald í einu né öðru formi. Það er sama sagan hvaða forystusauðir  úr þeim herbúðum tekur til máls. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra eða sjálfur Kristján Ragnarsson allsherjarformaður: Allt tal um veiðileyfagjald eða auðlindaskatt er óráðshjal og rugl sem ekki þarf að ræða. Þessir menn segja að útgerðin hafi enga burði tíl að borga frekari skatta í einu né öðru formi. Á sama tíma hafa útgerðarfyrirtæki samt efni á að kaupa kvóta fyrir nánast hvaða upphæðir sem er.

Þrátt fyrir forystuhollustu þingmanna Sjálfstæðisflokksins er svo komið að nokkrir þingmenn hans hafa risið upp gegn foringjunum og krefjast breytinga á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau sjónarmið fengust að sjálfsögðu ekki rædd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. En síðustu stórviðskipti með kvóta, þar sem aflaheimildir upp á tvo milljarða króna voru seldar milli fyrirtækja hljóta að verða til þess að krafan um breytingar á kvótakerfinuverða enn háværari og kröftugri en hingað til. Réttlætiskenndþjóðarinnar er löngu ofboðið í þessum efnum.

 

Heimild: http://timarit.is/files/8967148.pdf

Facebook Umsagnir
Updated: 17. mars, 2015 — 10:53

The Author

GesturK

Hann fæddist 12. júlí 1959. Hann ku vera á lífi ennþá, þrátt fyrir að vera í þeim hóp landsmanna sem verst hafa það, óvinnufær lífeyrisþegi.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015