Bloggarar Sóknarhópsins -

Raddir okkar skipta máli

Hvað hækkuðu þín laun mikið?

 

Hér eru mánaðartekjur nokkurra aðila sem starfa hjá Samherja. Það sem greip mig strax voru ofurtekjur framkvæmdastjórans, að forstjórinn er á lúsarlaunum miðað við margt annað starfsfólk. og það er kona sem vermir neðsta sætið.

samherjalaun

Þessar upplýsingar eru fengnar úr tekjublöðum frjálsrar verslunar, árin 2013 og 2014.

Úr tekjublaðinu 2014:

Nauðsynlegt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út  éreignarsparnað, en hann telst með útsvarsskyldum tekjum. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2012, sem greiddur var árið 2013. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá

Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

 

Ef útgerð er það vel stæð að hún stendur undir árstekjum framkvæmdastjóra upp á 212.700.000 kr, JÁ,… TVÖHUNDRUÐ OG TÓLF MILLJÓNIR OG SJÖHUNDRUÐÞÚSUNDUM betur, þá getur sama útgerð greitt gríðarlega mikið til samfélagsins í formi skatta og annarra opinberra gjalda.

Þessar tölur eru bara ein sönnununin í viðbót um hverjir hagnast á kvótanum, þessar örfáu fjölskyldur með Samherjana í fararbroddi.

Kristján Ragnarsson form. LÍÚ í viðtali við blaðamann Alþýðublaðsins eftir að lög um breytingu kvótakerfisins voru samþykkt á alþingi í júní 1995:

„Menn verða að aðlaga sig að því að ekki er lengur hægt að fjölga þessum bátum. Það er broslegt þegar Arthur Bogason er að tala um að þeir hafi verið á móti fjölgun smábáta. Þeir hafa beinlínis staðið fyrir fjólgun og alltaf ætlað sér að keyra yfir þetta kerfi. Það sem skilur á milli okkar og þeirra er að við viljum fara að ráðum fiskifræðinga en þeir segja bara að fiskifræðingar viti ekki neitt og það sé nógur fiskur í sjónum. Smábátamenn verða að fylgja settum markmiðum og það er ljóst að einhverjir bátar hverfa úr þessu og taka sér aflahámark. Hins vegar er miður að ekki var tekið á tvöföldun á línunni sem er mjög sóknar og eyðsluhvetjandi kerfi. Það hefði verið betur ef kvótarnir hefðu verið látnir í hendur þeim sem geta nýtt sér þessar heimildir“ 

Er kvótakerfið ekki búið að taka nóg? Er eyðileggingin um allt land ekki bara búin og uppbyggingin framundan?

Við meigum ekki láta pólitískar skoðanir okkar eða skoðanir á ákveðnum stjórnmálamönnum spilla samstöðunni.  Það er alltof mikið í húfi.

SAMEINUÐ STÖNDUM VIÐ, SUNDRUÐ FÖLLUM.

 

Facebook Umsagnir
Updated: 18. mars, 2015 — 02:43

The Author

GesturK

Hann fæddist 12. júlí 1959. Hann ku vera á lífi ennþá, þrátt fyrir að vera í þeim hóp landsmanna sem verst hafa það, óvinnufær lífeyrisþegi.
Bloggarar Sóknarhópsins © 2015